Fasteignir

Fjölþætt verkefni og álitaefni tengjast fasteignum.  Ert þú að kaupa eign eða selja?  Ertu að hugsa um að stofna fasteignafélag, þróa landsvæði, taka þátt í samkeppnum um hönnun og byggingu fasteigna?  

Ýmis álitaefni kunna að koma upp vegna bygginga, samninga við yfirvöld, gerð verksamninga, útboða, galla og fleira.

Líklegt er að lögmenn hjá Themis hafi yfir að ráða einhverri víðtækustu reynslu hér á landi á sviði fasteignaréttar enda hafa þeir  bæði unnið fyrir og hjá stærstu fasteignafélögum á Íslandi.  Hafa þeir komið að hverskonar samningagerð við yfirvöld vegna kaupa/leigu á lóðum/löndum, komið að gerð deiliskipulags og gert samninga um hönnun og verkframkvæmdir. 

Lögmenn Themis hafa komið að samsetningu innlendra sem og alþjóðlegra teyma vegna þátttöku í samkeppnum, samningskaupaferlum og verkframkvæmdum, komið að samningum við banka og fjármálastofnanir um fjármögnun, samningagerð um kaup og sölu fasteigna, verkefnastjórnun, bæði við framkvæmdir, hönnun og deiliskipulag.