Erfðaréttur

“Ef ég mun deyja” heyrist gjarnan.  Það er hinsvegar það eina sem þú getur verið viss um að einn daginn er lífinu lokið.
Hver er réttur minn og hver er vilji minn?   Hver á erfðarétt eftir mig?  Vil ég arfleiða góðgerðarsamtök að eignum mínum, get ég stofnað sjóð um eignir mínar eða hvernig get ég komið málum þannig fyrir að farið verði að vilja mínum?  Hvernig get ég komið í veg fyrir ágreining vegna eigna minna?  Ætti ég eða ég og maki minn að gera erfðaskrá?  Á ég að greiða erfingjum mínum arf fyrirfram?  Hvernig er skattlagningu á arfi eða dánargjöfum háttað?

Við andlát koma upp margvíslegar spurningar og ýmis mál geta orðið að ágreiningi einkum og sér í lagi í því margbreytilega fjölskyldumynstri sem er við líði í dag.  Hvernig á að skipta dánarbúi, hver er réttur hvers?

Lögmenn Themis geta aðstoðað þig við að greiða úr þínum málum með ráðgjöf, gert erfðaskrár eða skipulagsskrá fyrir sjóði.  Við búum sömuleiðis yfir áralangri reynslu af skiptum á dánarbúum bæði einkaskiptum og opinberum skiptum.