Upplýsinga tækni, hugverk

Hugverkaréttindi og auðkenni fyrirtækja  sem og einstaklinga kunna að vera þær eignir sem eru hvað verðmætastar.  Mikilvæt er að standa vörð um þau réttindi einkum og sér í lagi við kaup og sölu fyrirtækja.

Hugverkaréttur á sviði lista miðar að því að vernda sköpun nýrra verka eins og málverka, tónverka og bókmenntaverka og tryggir höfundum þeirra einkarétt á hagnýtingu og birtingu verkanna.  Slík réttindi er ekki hægt að fá skráð hjá opinberum aðilum.  Notkun annarra er óheimil og kunna höfundar að þurfa að leita aðstoðar við stöðvun á notkun verkanna.

Hugverkarétt á sviði iðnaðar  er hinsvegar unnt að vernda með skráningu.  Til þessa flokks má m.a. telja vörumerki, hönnun, lén og firmaheiti.
 
Lögmenn Themis annast m.a. undirbúning og innlögn umsókna um skráningu hugverkaréttinda, samningsgerð um hagnýtingu og framsal hugverkaréttinda.