Lögmenn Themis hafa réttindi til þess að flytja mál fyrir héraði sem og Hæstarétti. Leitast lögmannsstofan við að bjóða upp á vandaða þjónustu við málflutning á flestum réttarsviðum.
Við höfum það að leiðarljósi að leita sátta áður en farið er með mál fyrir dómstóla enda getur reynst kostnaðarsamt að fara í málaferli. Betri er mögur sátt en feitur dómur segir máltækið.
Við leitumst sömuleiðis við að kynna viðskiptavinum rétt sinn, áætlum kostnað og tíma vegna málaferla.