Einkaframkvæmd (PPP)

Einkaframkvæmd (sem á ensku kallast public private partnership eða PPP) hefur verið skýrð á þann hátt að um sé að ræða verkefni sem framkvæmt er af einkaaðila en greitt af opinberu fé. Einnig getur verkefnið að hluta til verið greitt af þeim sem nýtir þjónustuna.
Einkaframkvæmd snýst um margt en til þess að hún gangi upp þurfa allir ferlar í verkefninu að vera réttir frá upphafi til enda. Mikið hefur verið ritað og rætt um að opinberir aðilar fari fram úr áætlunum við framkvæmdir sem oft og tíðum getur stafað af þrýstingi margra aðila og að verkefni fari úr böndunum og kostnaður verði langt umfram það sem lagt var af stað með.
Margir vilja halda því fram að einkaframkvæmd um opinber verkefni sé heppilegri þar sem meiri líkur séu á að kostnaðaráætlanir haldi. Erlendis er algengt að verkefni séu sett í einkaframkvæmd.
 
Lögmenn Themis hafa mikla reynslu í störfum vegna stórra verkefna í einkaframkvæmd hér á landi.